Friday, August 19, 2016

BRÚÐKAUPSDRESS X3

Ég elska brúðkaup og var svo heppin að vera boðin í þrjú brúðkaup í sumar. Ástin er ó svo fallegt fyrirbæri og í brúðkaupum eru allir svo ástfangnir og elskulegir. Meira að segja allra hörðustu karlmenn bráðna eins og smjör þegar brúðurin gengur inn kirkjugólfið.

Í brúðkaupi klæðir maður sig auðvitað upp í sitt fínasta púss og ég klæði mig helst ekki í svartar flíkur í brúðkaupum, en það er bara ég! Ég er mjög hrifin af ljósum rómantískum litum þegar ég vel mér flíkur fyrir brúðkaupsveislur og sú var einmitt raunin í þessum þremur brúðkaupum. Bleiki liturinn var allsráðandi. Palli hafði samt orð á því af hverju ég væri ekki bara alltaf í sömu flíkunum og færi bara í nýja skó í hvert skipti til að breyta til en ég tók þetta á hinn veginn og var í sömu skónum við öll þrjú dressin! 

kjóll og kimono - Vintage / skór - River Island / clutch - H&M


kjóll - Asos


pils - Asos / undirkjóll - Vila

Gaman að sjá breytingarnar á hárinu á mér á milli brúðkaupa, ólitað í júní, hvítt í júlí og bleikt í ágúst. Núna bíð ég bara spennt eftir boðskorti í næsta brúðkaup, því hver veit hvernig hárliturinn verður þá!

xx
HDan


Thursday, August 18, 2016

HEIMA Á INSTAGRAM

Ég bjó til nýjan Instagram aðgang í sumar sem er eingöngu ætlaður myndum af hemilinu okkar. Ykkur er auðvitað hjartanlega velkomið að fylgja mér þar @hdan_home, er ekkert snarvirk þar inni en það rata alltaf öðru hverju inn myndir.

Stóll sem ég nældi mér í á Antíkmarkaði hérna á Akranesi

Baðherbergis details

Veðhlauparinn er að taka völdin á hillunni

Stofan

Eldhúshillan sem tekur stöðugum breytingum - sjá meira HÉR

Hilla í barnaherberginu

Mega ánægð með þennan lampa sem ég fann í uppáhalds Ikea

Settum nýja mottu inn til stelpnanna - völdum þessa úr Ikea þar sem það er svo gott að þrífa hana

 Eini dagurinn ársins sem ég nennti ekki að búa um rúmið og þá tók ég mynd! .. ég bý sem sagt alltaf um rúmin, finnst herbergin drusluleg ef það er óumbúið! En það er bara ég.

Járnamottan inni hjá Viktoríu er alltaf jafn mikið uppáhalds

Mikið er ég glöð að vera komin aftur á bloggið, ég finn að ég er að losa um ákveðna spennu sem hefur hvílt á mér með því að setjast aftur við tölvuna og blogga.

Takk líka fyrir frábærar viðtökur, ég var í því að svara persónulegum póstum frá ykkur, þið eruð alveg mögnuð. Ykkur að segja þá fékk ég líka mjög spennandi tilboð(ft) sem ég er að velta fyrir mér.. svo það eru spennandi hlutir framundan get ég sagt ykkur. Ég er allavega mega spennt!

Já og að lokum, ég er að taka til í fataskápunum mínum og þar leynist ó svo margt sem ég þarf að losna við! Gefið mér endilega like á færsluna ef FATASALA hljómar vel.

xx
HDan


Wednesday, August 17, 2016

AÐ SAKNA ÞESS AÐ BLOGGA....

..og gera ekkert í því? Eða hvað!!

Jú elsku yndislegu fylgjendur mínir og lesendur hérna á blogginu, ég er komin aftur. Ég hef svo oft og mörgum sinnum fundið fyrir þörfinni að blogga síðastliðnar vikur að ég ákvað að byrja bara aftur. Bloggið fagnaði jú 4 ára afmæli fyrir nokkrum dögum síðan og er það ekki ágætis tilefni til að taka upp þráðinn að nýju. Þeir segja að maður eigi að elta drauma sína og einbeita sér að þeim hlutum sem veita manni ánægju...ég ætla að gera það og leyfa ykkur að vera með.

Mikið hlakka ég til að setjast aftur niður við elsku tölvuna mína, sem hefur jú verið ansi vanrækt síðan ég hætti að blogga... allavega af minni hálfu!

Ég held mig auðvitað við það að skrifa færslur um mín helstu áhugamál - heimili, hönnun og tísku!
xx
HDan


Monday, March 28, 2016

OVER AND OUT

Jú gott fólk, það hlaut að koma að þessu. ég skrifaði þessa færslu um miðjan mars en ýti fyrst núna á Publish og opinbera hana. Ég hef sem sagt ákveðið að hætta að blogga, í alvörunni í þetta skipti (við vorum ekki að gera tilboð í hús sem var hafnað!) og ég kveð mjög sátt. Sátt með ykkur öll sem hafið fylgt mér hér í 3 1/2 ár, sátt við tækifærin sem bloggið hefur boðið mér upp á og sátt við sjálfa mig að hafa á sínum tíma elt drauminn minn og látið verða að því að stofna þetta blogg. Þrátt fyrir allar háværu gagnrýnisraddirnar sem bárust úr öllum áttum og nær mér en mig hefði grunað.

 Ég hef bloggað um allskonar hluti en þó aðallega um það sem tengist mér persónulega, sýnt ykkur hin ýmsu dress, sýnt ykkur heimilið okkar, leyft ykkur að fylgjast með breytingum hérna heima og kynnt ykkur fyrir fólkinu í lífi mínu og svo margt, margt fleira. Ég hef lært alveg ótrúlega margt á þessum tíma og þá aðallega hef ég lært inn á sjálfa mig, kynnst veikleikum mínum og styrkleikum, ég hef líka komist að því og lært í gegnum þetta að þú getur ekki gert öllum til geðs og það er alls ekki öllum vel við þig og það sem þú gerir. Það hefur þó bara styrkt mig og gert mig að sterkari einstakling, bakið mitt er orðið töluvert breiðara og slæmt umtal sem ég verð jú alveg fyrir í mínu litla bæjarfélagi hefur ekki eins mikil áhrif á mig og það gerði í upphafi. Ef maður er sáttur í eigin skinni og sáttur með það sem maður á og hefur þá skiptir engu máli hvað öðrum finnst!

Takk fyrir mig, samfylgdina, lesturinn, póstana, peppin, hlýjuna, gagnrýnina (hún hjálpar jú líka) og allt. Þið eruð frábær öll sem eitt og ég kveð bloggið með hlýju í hjarta þegar ég lít tilbaka yfir farin veg og yfir allt sem ég hef gert, skrifað og upplifað á og í tengslum við bloggið.


Þið finnið mig þó áfram á Instagram, þar er ég mjög virk og þar birti ég myndir af heimilinu mínu og dressunum mínum, fjölskyldu, vinum, fallegum hlutum og húsum, hlutum sem veita mér innblástur og allskonar fleira. Ég nefndi það einmitt við Palla þegar ég var að segja honum frá áformum mínum um að hætta að blogga að ein af aðal ástæðunum fyrir því að mig langar að hætta er að ég hef bara miklu meira gaman af Instagram í dag. Það er miðill sem ég nota mjög mikið og er ótrúlega hrifin af, ég sæki mikinn innblástur þangað og get auðvelda gleymt mér við að skoða myndir hjá allskonar fólki út um allan heim. Instagram er líka svo einfalt og það er ekki eins tímafrekt að skella inn mynd þar og skrifa smá texta við hana - það er nefnilega ansi tímafrekt að setjast niður til að skirfa eina bloggfærslu. 

Fylgið mér endilega á Instagram -@hrefnadan því það er mitt nýja "blogg" .

Takk ó svo mikið og vel fyrir mig 

xx
HDan

Monday, February 29, 2016

DRESS X 3

Hérna að neðan gefur að líta þrenns konar dress sem ég hef klæðst síðustu daga....

Adidas ældi yfir mig á föstudaginn - ég klæddist Adidas frá toppi til táat, skildi reyndar Adidas skónna eftir heima í þetta skipti!!

Og já ég litaði á mér hárið um daginn - hvítt með silfurtón

Adidas peysa, buxur og sokkar - Asos / skór - Ecco / sólgleraugu - Asos

Uppáhalds skórnir mínir og fallega kápan sem ég keypti í Búkollu síðasta sumar en ég gleymdi að ég ætti þangað til í síðustu viku - ég klæddist þessu dressi þegar við fjölskyldan fórum í Reykjavíkurferð á laugardaginn - fullt af myndum þaðan á Instagram @hrefnadan 

kápa - Búkolla / peysa - Gina Tricot / gallabuxur - Zara / skór - Vagabond / húfa - Tiger

*Allt er vænt sem vel er grænt*
bomber jakki - Spúútnik / Adidas bolur - Búkolla / derhúfa - Adidas

Þessi græni bomber jakki heillaði augun á kílóamarkaði í Spúútnik, ég keypti mér hann og tvo kjóla. 

xx
HDan
Monday, February 22, 2016

HEIMA Á INSTAGRAM

Ég og Palli tókum almennilegan þrifadag hérna heima í gær í tilefni konudagsins! Við þrifum allt hátt og lágt og ég nýtti tækifærið og færði til nokkra hluti og breytti stofunni, eldhúsinu og herberginu hjá Söru og Tinnu. Mega fínar breytingar og þá sérstaklega í herberginu hjá stelpunum, miklu skemmtilegra skipulag á herberginu núna.

Ég birti þessar myndir í dag á Instagram sem sýna breytingarnar á stofunni og herberginu..

Í þessu rými er mesta litagleðin á heimilinu - barnaherbergi eiga líka að vera litrík og skemmtileg

Breytingin á stofunni fól aðallega í sér að ég setti upp tölvuborð / vinnuaðstöðu 

Ykkur er auðvitað hjartanlega velkomið að fylgja mér á Instagram - @hrefnadan. Ég er mjög virk þar inni og birti mjög reglulega myndir af heimilinu mínu!

xx
HDan

Monday, February 15, 2016

#FOKKOFBELDI - OUTFIT

Ég nældi mér að sjálfsögðu í húfuna sem allir eru að tala um þessa dagana. UN Women á Íslandi framleiddi Fokk ofbeldi húfuna til að vekja fólk til vitundar um konur á flótta sem leggja líf sitt að veði í leit að öruggara lífi. Það hafa aldrei fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimstyrjaldar og við getum tekið þátt í að veita konum á flótta öryggi og vernd með því að kaupa Fokk ofbeldi húfuna, allur ágóði af húfunum rennur til verkefna UN Women á landamærastöðvum í Evrópu. Meira um þetta verðuga málefni og húfurnar HÉR, húfurnar eru líka til sölu í verlslunum Eymundsson um land allt, en þær koma í takmörkuðu upplagi svo einn tveir og KAUPA!!

Ég setti húfuna upp á laugardaginn, sem var jú fyrsti dagurinn minn utandyra í fimm daga..flensan stakk sér hingað inn á heimilið og lagði 4/5 af fjölskyldumeðlimum!

Hér að neðan má sjá dress laugardagsins, húfan ber auðvitað af..

#fokkofbeldi

húfa / Eymundsson / peysa - Spúútnik / skyrta - Vintage / bolur - Zara / pleðurbuxur - Zara / skór - Vagabond / sólgleraugu - Monki

Ég var óvenju virk á Snapchat (hrefnadan) á laugardaginn og fékk óvenju margar fyrirspurnir um buxurnar og skyrtuna sem ég er í hér að ofan - buxurnar eru held ég uppseldar í Zara þær komu þó aftur um daginn en ég efast um að það séu einhverjar til.. prófið samt að athuga. Skyrtan er gömul af elskulegri frænku og er í miklu uppáhaldi!

Ert þú búin að næla þér í húfuna?

xx
HDan