Sunday, September 25, 2016

VÖFFLUBAR Í 13 ÁRA AFMÆLI

Við héldum upp á 13 ára afmæli Viktoríu í gær fyrir fjölskylduna og við buðum upp á vöfflur og meðlæti. Þegar við vorum að plana afmælið þá langaði mig að prófa eitthvað nýtt og þá datt mér í hug vöfflur, því vöfflur eru jú eitthvað sem allir borða. En mig langaði ekki að hafa bara nýbakaðar vöfflur, sultu og rjóma heldur fara með þetta aðeins lengra og þá kviknaði hugmyndin að vöfflubarnum. 

Í boði á vöfflubarnum voru venjulegar vöfflur og belgískar, rjómi, Nutellarjómi, karamellusósa, hnetusmjör, sulta, sykur, smarties, hvítt súkkulaði, bláber, jarðarber, bananar, kiwi, súkkulaðispænir og daimkurl. Ég merkti allt með sniðugu krítarlímiðunum frá Twins.is og það vakti mikla lukku.

Vöfflubarinn sló algjörlega í gegn og það var gaman að sjá útfærslurnar á vöfflunum hjá gestunum, það voru prófaðar ýmsar samsetningar og fæstar mjög hefðbundnar!

Ég tók Designers Letters bollana okkar og setti límiða á þá, þeir komu mjög vel út undir nammið


The best waffle bar - ljósabox frá Petit.is
Ég mæli eindregið með því að þið prófið þetta þegar halda skal veislu, því þetta tókst ótrúlega vel og barinn sló í gegn hjá öllum aldurshópum!

xx
HDan

Friday, September 23, 2016

SINNERLIG LJÓSIÐ FRÁ IKEA

Mig var búið að langa í Sinnerlig ljósið frá Ikea frá því ég sá það fyrst, því þegar ég sá það þá var fyrsta hugsunin að það myndi smellpassa inn í svefnherbergið okkar. Draumurinn var að kaupa ljósið og mála vegginn sem rúmgaflinn stendur við dökkgráan til að fullkomna svefnherbergið okkar og viti menn ljósið er komið á sinn stað og veggurinn verður málaður í kvöld.

Það er gott að láta sig dreyma og enn skemmtilegra þegar maður framkvæmir og leyfir draumunum að rætast. Ok róleg Hrefna hugsa einhverjir.. ljós og einn málaður veggur eru kannski ekki beint eitthvað til að láta sig dreyma um en jú af hverju ekki? Litlu hlutirnir gott fólk, litlu hlutirnir eru svo magnaðir og það eru þeir sem skipta líka máli!

Ljósið komið upp í svefnherberginu okkar og birtan af því er mögnuð. Ég sýni ykkur svo lokaútkomuna þegar veggurinn er orðin grár.

Leyfi svo nokkrum myndum af fallega ljósinu að fylgja með...
Eru þið ekki örugglega búin að taka þátt í gjafaleiknum á Instagram @hrefnadan, mega fínn marmarabakki í verðlaun fyrir einn heppin þátttakanda!

xx
HDan


Tuesday, September 20, 2016

TWINS.IS Á INSTAGRAM


Ég hef síðustu vikur verið að sjá um Instagramsíðuna hjá vefversluninni twins.is, hef tekið myndir af fallegu vörunum þeirra hérna heima hjá mér og ég viðurkenni það alveg að ég er mega ánægð með vörurnar. Ég fékk jú allar vörurnar sem eru til sölu hjá þeim að gjöf til að geta unnið með þær við myndatökurnar og þær henta mínum stíl svo vel, sem er alls ekki verra!

En nú fer mínum tíma á Instagramminu þeirra að ljúka og við ætlum auðvitað að enda það með stæl og gefa einum heppnum þátttakanda fallega marmarabakkann sem er einmitt ein af þeirra vinsælustu vörum og skildi engan undra. Hann hefur gegnt ýmsum hlutverkum hérna heima eins og sést á myndunum hérna að neðan. Í dag nota ég hann sem minibar og það kemur mega vel út.


Marmarabakkinn fíni undir olíur, krydd og eldhúsáhöldin

Fallega marmarakertið

Papparörin

Sunnudagspönnukökurnar á náttúrusteininum


 Marmarabakkinn sem minibar 

Marmarabakkinn undir uppáhalds fylgihlutina 


Gjafaleikurinn fer af stað á morgun á mínu Instagram og það sem þið þurfið að gera til að eiga möguleika á að vinna bakkann er eftirfarandi:

1.  Followa @twins.is á Instagram
2.  Followa @hrefnadan á Instagram
3. Tagga vin/vinkonu í komment, megið tagga eins marga og þið viljið
4. Setja like á myndina

Fylgist endilega með á morgun á Instagramminu mínu @hrefnadan og ekki hika við að taka þátt, bakkinn er vel þess virði. 

Tek það fram að leikurinn er bara á Instagram, ekki hérna á blogginu!

xx
HDan

Monday, September 12, 2016

"ÞAÐ ER HEIMSKULEGT AÐ KLÆÐA SIG EFTIR ALDRI"

Ég rak augun í þessa skemmtilegu setningu á síðunni hjá tímaritinu Glamour um daginn. Setningin kemur frá hinni eitursvölu 95 ára Iris Apfel  sem er jú mega Icon þegar kemur að tísku og það skemmtilega við hana er að hún fer algjörlega eigin leiðir í einu og öllu.. þvílík fyrirmynd!

Ég tók þessa setningu svo innilega til mín þar sem ég er henni svo hjartanlega sammála, því eins og flestir vita þá er það maðurinn sem skapar fötin en ekki öfugt. Það skiptir engu máli hvað við erum gömul, við eigum bara að vera við sjálf og rokka það. Ég er sjálf 34 ára gömul og ég klæði mig algjörlega eins og mér dettur í hug þegar mér dettur það í hug. Ég fer oft út úr húsi í sama dressi og 12 ára (alveg að verða 13) dóttir mín færi í. Málið er að dressið er samt aldrei eins á okkur mæðgum því ég blinga það oftast upp með einhverjum details eða yfirhöfnum og það er einmitt það skemmtilega við þetta allt saman. Því við sköpum jú fötin sjálf og við berum líka fötin svo skemmtilega misjafnlega!

Ég leyfi nokkrum vel völdum dressmyndum að fylgja með...

oversized bolur - Monki / gallabuxur - Asos / Stan Smith - Asos


Nike jakki - Vintage

oversized gallajakki - H&M (herra) / oversized hettupeysa - Asos / húfa - Tiger


Adidas peysa og buxur - JB / Adidas derhúfa - Asos / Stan Smith - Asos

Adidas peysa og buxur - Asos

Nike buxur x2 - Galleri Ozone / 


Adidas peysa - JB / Adidas buxur - Asos /

Champion jakki - Asos

Ég hvet ykkur til að elta eigin sannfæringu í fatavali og rokka það.. aldur er afstæður!

xx
HDan

Sunday, September 11, 2016

SUNDAYZz..

Sunnudagar eru eins og ég hef sagt ykkur áður mínir allra uppáhalds vikudagar og þá sérstaklega í ljósi þess að þeir eru miklir fjölskyldudagar á þessu heimili. Fjölskyldan sameinast í eldhúsinu þar sem við útbúum bröns saman, allir fá sitt verkefni og oft gengur á ýmsu get ég sagt ykkur. Það hafa ófá egg brotnað, brunnar pönnukökur koma við sögu, niðurhellingar, vantar hráefni í uppskriftir og margt fleira mis skemmtilegt en það er auðvitað bara hluti af ferlinu og það gerir þetta oft enn skemmtilegra og eftirminnilegra. 

Bröns er frábært samvinnuverkefni fyrir fjölskyldur og ég mæli eindregið með því að aðrir tileinki sér þessa skemmtilegu hefð. 

Ég er ansi dugleg að setja inn myndir frá sunnudögunum okkar á Instagram og ég ætla að leyfa nokkrum þeirra að fylgja með...

Ykkur er auðvitað hjartanlega velkomið að fylgja mér á Instagram ef þið viljið sjá fleiri myndir frá sunnudögum eða öðrum vikudögum - @hrefnadan

xx
HDan

Saturday, September 10, 2016

JUSTIN BIEBER TÓNLEIKAR

Ég fór á tónleikana með Justin Bieber í gær með Viktoríu minni og mágkonum, Karitas og Salome. Ég verð að viðurkenna að ég var ekkert mega spennt að fara í byrjun en ákvað að skella mér þar sem að Viktoríu hafði dreymt um að fara og mig langaði að gera þetta fyrir hana. Væntingar mínar voru því litlar sem engar og ég var jú ein af þeim sem hafði lesið fréttamiðlana eftir tónleikana á fimmtudag og afsakið mig að ég varð aldeilis að éta ekki spenninginn ofan í mig. Þvílíkir tónleikar, þvílíkt show, þvílíkir listamenn og þvílíkir hæfileikar!

Ég var með stjörnur í augunum allan tímann og við skemmtum okkur allar mega vel. Mér fannst allt við tónleikana til fyrirmyndar og þau eiga öll mikið lof skilið, allt tókst vel til og ég get ekki sett út á neitt. Viktoría varð fyrir óláni á miðjum tónleikum þegar leið yfir hana en þá sýndi sig hve vel var staðið að öllu, starfsmenn voru strax mættir til að aðstoða og hún var tekin út úr þvögunni, sett niður á stól og henni gefið vatn og þrúgusykur. Passað var upp á að hún væri orðin alveg góð áður en okkur var leyft að fara aftur. Hún hresstist fljótlega og náði að klára tónleikana með bros á vör, hún man þó óljóst eftir stórum part af kvöldinu en sagði að það skipti engu máli því það sem hún man var frábært og það er jú það sem skiptir máli!  

Við vorum allar sammála að loknum tónleikum að hann væri frábær hann elsku Justin Bieber okkar, frábær listamaður og frábær týpa. Takk fyrir okkur elsku Justin...


xx
HDan

Thursday, September 08, 2016

DETAILS..

Ég gróf upp gamlar rifnar gallabuxur úr Zara í fyrradag, klippti þær aðeins meira til og fór í netasokkabuxur innanundir. Netasokkabuxurnar gerðu alveg heilan helling fyrir heildarútkomuna, gallabuxurnar tóku á sig alveg nýja mynd og ég mega sátt með allt saman. Gallabuxurnar eru allavega komnar úr geymslu og verða notaðar meira, ég ætla að verða mér út um fleiri fallegar sokkabuxur til að nota innanundir þær.

gallabuxur - Zara / skór - H&M / netasokkabuxur - Bónus 


Chocker gerir ótrúlega mikið fyrir heildarlúkkið og getur algjörlega sett punktinn yfir i- ið á dressinu. Ég á nokkra en mín nýjustu kaup er þessi hérna að neðan, ég fékk hann í Galleri Ozone og er mega sátt með hann. Hann setur sko algjörlega punktinn yfir i-ið!

chocker - Galleri Ozone

Það eru oftast litlu hlutirnir gott fólk sem gera gæfumuninn.

Myndirnar hérna að ofan eru báðar af Instagram og þar er ykkur auðvitað hjartanlega velkomið að fylgja mér @hrefnadan

xx
HDan