Monday, October 10, 2016

HELGIN MÍN

Ég klæddist þessu dressi á föstudaginn. Var svo heppin að ég fá þessa mega fínu chunky peysu hjá mágkonu minni sem var hætt að nota hana. Ég græddi ansi góða peysu fyrir veturinn get ég sagt ykkur.. takk fyrir mig enn og aftur elsku Una x

Ég ákvað að vera aðeins minna klædd að neðan í netasokkabuxum og stuttu pilsi, en ég var í hjólabuxum yfir netasokkabuxurnar til að vernda það allra heilagasta!


síður blazer - Búkolla

sólgleraugu - Asos

peysa - H&M / pils - Búkolla / netasokkabuxur - Bónus / upphá stígvél - Búkolla / húfa - Tiger

Á laugardaginn fórum við fjölskyldan á rúnt um bæinn, þar sem við heimsóttum nokkra staði og þar á meðal kíktum við á antíkmarkaðinn sem er staðsettur á Heiðarbraut 33. Þeir sem fylgja mér á Instagram fengu smá innsýn en ég tók reyndar fleiri video sem því miður klikkuðu. En á markaðnum fann ég drauma bollastellið mitt, Mávastellið. Mig hafði lengi langað að eignast það og formleg mávastells söfnun hófst því á laugardaginn þegar ég keypti mér mína fyrstu sex hluti í stellinu. Ég vil ekki hafa gyllingu á því svo ég valdi mér án gyllingar, en það var líka hægt að fá stell með gyllingu hjá þeim. En ég mæli með heimsókn á skagann til að kíkja við í þessa gullkistu á Heiðarbrautinni, taka einn hring í uppáhalds Búkollu og enda ferðina á einhverju af þessum flottu kaffihúsum sem við eigum hérna.

Þetta móment.. þegar ég fann stellið


Sunnudagurinn var svo bara hefðbundin, kósý og uppáhalds... bröns, samvera, kaffi hjá foreldrum mínum, landsleikur (lang bestir þetta frábæra fótboltalandslið sem við eigum..ÁFRAM ÍSLAND) og jú almenn kósýheit! 

Samvinnuverkefni fjölskyldunnar alla sunnudaga - bröns

xx
HDanThursday, October 06, 2016

NEW IN - NIKE AIR MAX THEA

Pantaði mér þessa mega fínu Nike Air Max Thea strigaskó af Asos í síðustu viku. Segi ykkur það að um leið og ég sá þá á síðunni þeirra var ekki aftur snúið og þeir voru pantaðir án frekari umhugsunar. Ég hafði jú mjög lengi leitað mér að hinu fullkomna pari af strigaskóm, var með mjög ákveðnar skoðanir á hvernig þeir ættu að vera og tel mig hafa fundið draumaparið í þessum. Liturinn á þeim er svona ljós, ljós fjólublár eða lillablár en í vissu birtustigi virðast þeir fölbleikir. 


Þeir eru fallegri in real life (ef það er hægt) og mega þægilegt að labba um í þeim.


Síðdegisbollinn læddist með á myndina..Ég hef aldrei fengið jafn margar fyrirspurnir og ég hef fengið síðasta sólarhringinn tengdar þessum skóm. Því fannst mér tilefni til að henda í smá færlsu um þá og svara öllum í einu. 
Greinilega fleiri en ég sem telja þetta hið fullkomna par...

Þið finnið þá HÉR

xx
HDan

Tuesday, October 04, 2016

BREYTINGAR Á SVEFNHERBERGINU OKKAR

Mig hafði lengi langað til að mála einn vegg inn í herberginu okkar í dökkum lit og þegar ég ræddi það við Palla þá leist honum mjög vel á hugmyndina. Hugmyndin var að kaupa Sinnerlig ljósið og mála vegginn sem rúmgaflinn stendur við, okkur langaði að gera gaflinn meira áberandi þar sem hann naut sín ekki nógu vel á hvítum veggnum. Ljósið keypti ég í síðustu IKEA ferð eins og sýndi ykkur HÉR og við erum svo mega sátt með það.

Við fórum svo í Bresabúð í síðustu viku til að kaupa málninguna á vegginn og fyrir valinu varð liturinn Steingrár by Rut Kára frá Slippfélaginu. Hann virkar ljósari á spjaldinu, eins og Márus í Bresabúð sagði okkur reyndar strax þegar við vorum að velja litinn. Ég var því ekki alveg viss um hann fyrir vikið, hélt hann yrði ekki nógu dökkur þegar hann væri komin á. En sem betur fer ákváðum við að kaupa hann, því hann er nákvæmlega eins og við höfðum hugsað okkur að hafa hann.. draumaliturinn segi ég og skrifa!

Hérna að neðan er mynd af veggnum áður en við máluðum..Lokaútkomuna sjáið þið svo hér að neðan...
spegill - Ikea / rúmteppi - Ilva / náttborð - barstóll frá Søstrene Grene / lampi - Søstrene Grene / púðar - Ilva, interia.is, H&M home, Søstrene Grene / lukkubambus - Dekurblóm / ljós - Ikea

fataslá - Ikea / ljósabox - petit.is / Hay hendi - Epal

Næst á dagskrá er að mála vegg inni hjá Viktoríu og breyta kannski aðeins í leiðinni!

xx
HDan


Sunday, October 02, 2016

MAKE UP BY EYRÚN JÓNS

Ég fór á lokahóf ÍA í gærkvöldi og ákvað í tilefni af því að skella mér í förðun hjá Eyrúnu Jóns förðunarsnilling með meiru. Ég settist í stólinn hjá henni kl 13:30 og kl 3:00 um nóttina var förðunin ennþá flawless... how great is that!

Ég mæli mega mikið með Eyrúnu ef ykkur vantar fallega förðun, hún er frábær týpa og þvílíkur listamaður með förðunarburstana.kjóll - Asos


Þið finnið meira um Eyrúnu, myndir af förðunum eftir og hana og fleira HÉR

xx
HDan


Sunday, September 25, 2016

VÖFFLUBAR Í 13 ÁRA AFMÆLI

Við héldum upp á 13 ára afmæli Viktoríu í gær fyrir fjölskylduna og við buðum upp á vöfflur og meðlæti. Þegar við vorum að plana afmælið þá langaði mig að prófa eitthvað nýtt og þá datt mér í hug vöfflur, því vöfflur eru jú eitthvað sem allir borða. En mig langaði ekki að hafa bara nýbakaðar vöfflur, sultu og rjóma heldur fara með þetta aðeins lengra og þá kviknaði hugmyndin að vöfflubarnum. 

Í boði á vöfflubarnum voru venjulegar vöfflur og belgískar, rjómi, Nutellarjómi, karamellusósa, hnetusmjör, sulta, sykur, smarties, hvítt súkkulaði, bláber, jarðarber, bananar, kiwi, súkkulaðispænir og daimkurl. Ég merkti allt með sniðugu krítarlímiðunum frá Twins.is og það vakti mikla lukku.

Vöfflubarinn sló algjörlega í gegn og það var gaman að sjá útfærslurnar á vöfflunum hjá gestunum, það voru prófaðar ýmsar samsetningar og fæstar mjög hefðbundnar!

Ég tók Designers Letters bollana okkar og setti límiða á þá, þeir komu mjög vel út undir nammið


The best waffle bar - ljósabox frá Petit.is
Ég mæli eindregið með því að þið prófið þetta þegar halda skal veislu, því þetta tókst ótrúlega vel og barinn sló í gegn hjá öllum aldurshópum!

xx
HDan

Friday, September 23, 2016

SINNERLIG LJÓSIÐ FRÁ IKEA

Mig var búið að langa í Sinnerlig ljósið frá Ikea frá því ég sá það fyrst, því þegar ég sá það þá var fyrsta hugsunin að það myndi smellpassa inn í svefnherbergið okkar. Draumurinn var að kaupa ljósið og mála vegginn sem rúmgaflinn stendur við dökkgráan til að fullkomna svefnherbergið okkar og viti menn ljósið er komið á sinn stað og veggurinn verður málaður í kvöld.

Það er gott að láta sig dreyma og enn skemmtilegra þegar maður framkvæmir og leyfir draumunum að rætast. Ok róleg Hrefna hugsa einhverjir.. ljós og einn málaður veggur eru kannski ekki beint eitthvað til að láta sig dreyma um en jú af hverju ekki? Litlu hlutirnir gott fólk, litlu hlutirnir eru svo magnaðir og það eru þeir sem skipta líka máli!

Ljósið komið upp í svefnherberginu okkar og birtan af því er mögnuð. Ég sýni ykkur svo lokaútkomuna þegar veggurinn er orðin grár.

Leyfi svo nokkrum myndum af fallega ljósinu að fylgja með...
Eru þið ekki örugglega búin að taka þátt í gjafaleiknum á Instagram @hrefnadan, mega fínn marmarabakki í verðlaun fyrir einn heppin þátttakanda!

xx
HDan


Tuesday, September 20, 2016

TWINS.IS Á INSTAGRAM


Ég hef síðustu vikur verið að sjá um Instagramsíðuna hjá vefversluninni twins.is, hef tekið myndir af fallegu vörunum þeirra hérna heima hjá mér og ég viðurkenni það alveg að ég er mega ánægð með vörurnar. Ég fékk jú allar vörurnar sem eru til sölu hjá þeim að gjöf til að geta unnið með þær við myndatökurnar og þær henta mínum stíl svo vel, sem er alls ekki verra!

En nú fer mínum tíma á Instagramminu þeirra að ljúka og við ætlum auðvitað að enda það með stæl og gefa einum heppnum þátttakanda fallega marmarabakkann sem er einmitt ein af þeirra vinsælustu vörum og skildi engan undra. Hann hefur gegnt ýmsum hlutverkum hérna heima eins og sést á myndunum hérna að neðan. Í dag nota ég hann sem minibar og það kemur mega vel út.


Marmarabakkinn fíni undir olíur, krydd og eldhúsáhöldin

Fallega marmarakertið

Papparörin

Sunnudagspönnukökurnar á náttúrusteininum


 Marmarabakkinn sem minibar 

Marmarabakkinn undir uppáhalds fylgihlutina 


Gjafaleikurinn fer af stað á morgun á mínu Instagram og það sem þið þurfið að gera til að eiga möguleika á að vinna bakkann er eftirfarandi:

1.  Followa @twins.is á Instagram
2.  Followa @hrefnadan á Instagram
3. Tagga vin/vinkonu í komment, megið tagga eins marga og þið viljið
4. Setja like á myndina

Fylgist endilega með á morgun á Instagramminu mínu @hrefnadan og ekki hika við að taka þátt, bakkinn er vel þess virði. 

Tek það fram að leikurinn er bara á Instagram, ekki hérna á blogginu!

xx
HDan