Monday, December 05, 2016

NÝJIR TÍMAR - TRENDNET.IS

Heil og sæl kæru lesendur hérna á blogginu mínu, ég ákvað fyrir nokkru síðan að þiggja boð um að blogga á stærri miðli og heilsa ykkur því nú frá TRENDNET.IS.

Takk æðsilega vel fyrir samfylgdina hérna á blogginu mínu, ég er mega spennt fyrir komandi tímum og er ótrúlega stolt að fá að tilheyra þessum flotta og fjölbreytta hóp bloggara á Trendnet. 

Þið fylgið mér vonandi yfir!

xx
HDan


Saturday, October 29, 2016

HAPPY HALLOWEEN...

Vinafólk okkar Palla fagnaði eins árs brúðkaupsafmælinu sínu í gær og blésu til Brúðkaupsafmælihalloweenpartýs í tilefni af því. Þegar boðið barst þá var það fyrsta sem Palli sagði; Hrefna við verðum tvíburarnir úr Shining! Ég var meira en til í það og næsta skref var að fara yfir það hvernig væri best að útfæra búningana. 


Við fengum snillinginn Maríönnu mágkonu mína til að sauma á okkur búninga, góður vinur keypti fyrir okkur hárkollur og gerviblóð og annar góður vinur reddaði okkur sokkum. Maríanna er jú engri lík þegar kemur að saumaskap, hún sendi mig með innkaupalista í efnabúð sem á stóð ljósblátt efni, tvinni í stíl, blúndu og borða. Ég keypti það sem mér var sagt að gera, kom pokanum á hana og viti menn hún var búin að sauma á okkur búningana á engum tíma og vá hvað útkoman var nákvæmlega eins og við höfðum hugsað okkur!

Við Palli skemmtum okkur konunglega í gær þegar við vorum að undirbúa okkur, við mökuðum allskonar hvítum, svörtum og rauðum litum í andlitið á okkur og sprautuðum gerviblóði yfir hvort annað. Við sprautuðum blóðinu á okkur hérna fyrir utan húsið okkar og vöktum mikla athygli hjá þeim sem áttu leið hjá, höfðum reyndar miklar áhyggjur af eldri manni sem býr hérna við hliðin á okkur, hann hefði ef til vill ekki haft taugar í að sjá okkur svona úti í myrkrinu þakin blóði... 

Þegar við komum í partýið fór ekkert á milli mála að allir höfðu lagt mega mikinn metnað í búningana sína, það voru allir geggjaðir og fyrir vikið varð partýið algjört mega dúndur. 
Mikið fjör og mikil gleði og húsið fullt af allskonar furðuverum.. alveg eins og alvöru halloweenpartý eiga að vera!!
Gleðilega hrekkjavöku

xx
HDan 

Tuesday, October 25, 2016

TIL SÖLU - FALLEGA ÍBÚÐIN OKKAR

Smáraflötin okkar er komin á sölu, við erum með augastað á húsi sem okkur dreymir um að eignast og þess vegna er fína uppáhalds íbúðin okkar til sölu. 

Við erum svo ótrúlega ánægð hérna og í íbúðinni er ótrúlega góður andi enda er okkur búið að líða stórkostlega vel hérna síðastliðin 10 ár og ef þetta gengur ekki upp sem við erum að spá (krossum putta!!) þá erum við mjög spennt fyrir fleiri árum hérna saman. 

Ég mæli eindregið með þessari yndislegu íbúð, því hún hefur allt.. nema jú þetta aukaherbergi sem okkur er farið að vanta að ósk Söru og Tinnu. Hverfið er frábært, nágrannarnir til fyrirmyndar, staðsetning er mega og já ég get haldið endalaust áfram.....Fleiri myndir og allar upplýsingar um íbúðina finnið þið HÉR

xx
HDan


Sunday, October 23, 2016

SÍÐUSTU DAGAR Á INSTAGRAM

Hérna koma nokkrar myndir frá síðustu dögum á Instagram, ég er alltaf nokkuð virk á þeim uppáhalds samfélagsmiðli og birti myndir stundum oft á dag.. jú það má!


Kaffi, súkkulaði, fermingarundirbúningur og uppáhalds Sarah Jessica Parker í nýjasta Glamour

 Morning

Bleikur himinn í tilefni af bleikum degi - 14. október

Donutday í vinnunni.. vikuleg skemmtun hjá mér og pabba

Ljúfu mæðgnastundirnar eru bestar - ég og Tinna erum að lesa Sagan af bláa hnettinum þar sem við ætlum að fara saman á sýninguna í nóvember

 Eldhús details

Ég bakaði bananabrauð handa stelpunum þar sem við erum heima saman á morgnana í vetrarfríinu þeirra - ljúfar samverustundir eru mikilvægar

Ég klæddist þessu 30 ára gamla pallíettupilsi af elsku ömmu heitinni nöfnu minni á föstudaginn þegar við mæðgur skelltum okkur á Mamma Mia í Borgarleikhúsinu - þvílík leiksýning!!

 Þeir sem fylgjast með mér á snapchat (hrefnadan) skemmtu sér konunglega í gær þegar Sara og Tinna förðuðu mig og Palla - skemmtilegasta make up tutorial sem ég hef séð... 

 Sunnudagar eru uppáhalds eins og ég hef áður sagt - dagurinn í dag var engin undantekning

Rölti með uppáhalds tískufyrirmyndinni minni milli húsa í dag 

Ykkur er auðvitað hjartanlega velkomið að fylgja mér á Instagram @hrefnadan ef þið viljið sjá miklu fleiri myndir.


xx
HDan


Monday, October 10, 2016

HELGIN MÍN

Ég klæddist þessu dressi á föstudaginn. Var svo heppin að ég fá þessa mega fínu chunky peysu hjá mágkonu minni sem var hætt að nota hana. Ég græddi ansi góða peysu fyrir veturinn get ég sagt ykkur.. takk fyrir mig enn og aftur elsku Una x

Ég ákvað að vera aðeins minna klædd að neðan í netasokkabuxum og stuttu pilsi, en ég var í hjólabuxum yfir netasokkabuxurnar til að vernda það allra heilagasta!


síður blazer - Búkolla

sólgleraugu - Asos

peysa - H&M / pils - Búkolla / netasokkabuxur - Bónus / upphá stígvél - Búkolla / húfa - Tiger

Á laugardaginn fórum við fjölskyldan á rúnt um bæinn, þar sem við heimsóttum nokkra staði og þar á meðal kíktum við á antíkmarkaðinn sem er staðsettur á Heiðarbraut 33. Þeir sem fylgja mér á Instagram fengu smá innsýn en ég tók reyndar fleiri video sem því miður klikkuðu. En á markaðnum fann ég drauma bollastellið mitt, Mávastellið. Mig hafði lengi langað að eignast það og formleg mávastells söfnun hófst því á laugardaginn þegar ég keypti mér mína fyrstu sex hluti í stellinu. Ég vil ekki hafa gyllingu á því svo ég valdi mér án gyllingar, en það var líka hægt að fá stell með gyllingu hjá þeim. En ég mæli með heimsókn á skagann til að kíkja við í þessa gullkistu á Heiðarbrautinni, taka einn hring í uppáhalds Búkollu og enda ferðina á einhverju af þessum flottu kaffihúsum sem við eigum hérna.

Þetta móment.. þegar ég fann stellið


Sunnudagurinn var svo bara hefðbundin, kósý og uppáhalds... bröns, samvera, kaffi hjá foreldrum mínum, landsleikur (lang bestir þetta frábæra fótboltalandslið sem við eigum..ÁFRAM ÍSLAND) og jú almenn kósýheit! 

Samvinnuverkefni fjölskyldunnar alla sunnudaga - bröns

xx
HDanThursday, October 06, 2016

NEW IN - NIKE AIR MAX THEA

Pantaði mér þessa mega fínu Nike Air Max Thea strigaskó af Asos í síðustu viku. Segi ykkur það að um leið og ég sá þá á síðunni þeirra var ekki aftur snúið og þeir voru pantaðir án frekari umhugsunar. Ég hafði jú mjög lengi leitað mér að hinu fullkomna pari af strigaskóm, var með mjög ákveðnar skoðanir á hvernig þeir ættu að vera og tel mig hafa fundið draumaparið í þessum. Liturinn á þeim er svona ljós, ljós fjólublár eða lillablár en í vissu birtustigi virðast þeir fölbleikir. 


Þeir eru fallegri in real life (ef það er hægt) og mega þægilegt að labba um í þeim.


Síðdegisbollinn læddist með á myndina..Ég hef aldrei fengið jafn margar fyrirspurnir og ég hef fengið síðasta sólarhringinn tengdar þessum skóm. Því fannst mér tilefni til að henda í smá færlsu um þá og svara öllum í einu. 
Greinilega fleiri en ég sem telja þetta hið fullkomna par...

Þið finnið þá HÉR

xx
HDan

Tuesday, October 04, 2016

BREYTINGAR Á SVEFNHERBERGINU OKKAR

Mig hafði lengi langað til að mála einn vegg inn í herberginu okkar í dökkum lit og þegar ég ræddi það við Palla þá leist honum mjög vel á hugmyndina. Hugmyndin var að kaupa Sinnerlig ljósið og mála vegginn sem rúmgaflinn stendur við, okkur langaði að gera gaflinn meira áberandi þar sem hann naut sín ekki nógu vel á hvítum veggnum. Ljósið keypti ég í síðustu IKEA ferð eins og sýndi ykkur HÉR og við erum svo mega sátt með það.

Við fórum svo í Bresabúð í síðustu viku til að kaupa málninguna á vegginn og fyrir valinu varð liturinn Steingrár by Rut Kára frá Slippfélaginu. Hann virkar ljósari á spjaldinu, eins og Márus í Bresabúð sagði okkur reyndar strax þegar við vorum að velja litinn. Ég var því ekki alveg viss um hann fyrir vikið, hélt hann yrði ekki nógu dökkur þegar hann væri komin á. En sem betur fer ákváðum við að kaupa hann, því hann er nákvæmlega eins og við höfðum hugsað okkur að hafa hann.. draumaliturinn segi ég og skrifa!

Hérna að neðan er mynd af veggnum áður en við máluðum..Lokaútkomuna sjáið þið svo hér að neðan...
spegill - Ikea / rúmteppi - Ilva / náttborð - barstóll frá Søstrene Grene / lampi - Søstrene Grene / púðar - Ilva, interia.is, H&M home, Søstrene Grene / lukkubambus - Dekurblóm / ljós - Ikea

fataslá - Ikea / ljósabox - petit.is / Hay hendi - Epal

Næst á dagskrá er að mála vegg inni hjá Viktoríu og breyta kannski aðeins í leiðinni!

xx
HDan